Nýir eignaraðilar að West Seafood ehf á Flateyri

Verið er að endurskipuleggja eignarhald og rekstur West Seafood ehf á Flateyri að sögn Karls Brynjólfssonar, eins eiganda fyrirtækisins. Fyrirtækið Hólmi NS 56 ehf á Vopnafirði verður einn nýju hluthafanna. Beitningavélabáturinn Viggi ÍS 9 er í eigu þess og er kominn vestur. Á bátnum er skráður 56 tonna þorskígilda kvóti. Þá mun fyrirtækið Sæsteinn sem m.a. rekur fiskbúð koma inn í hluthafahópinn, en það hefur selt fisk í Krónubúðirnar.

Að öðru leyti vildi Karl ekki greina nánar frá áformuðum breytingum en sagði að þær myndu skýrast mjög fljótlega. Nýr framkvæmdastjóri verðir Sigurður Örn Arnarson.

Þá segir Karl að verið sé að koma Jóhönnu G ÍS af stað til veiða.

DEILA