Melanes á Rauðasandi: mikil uppbygging áformuð

Melanes um síðustu verslunarmannahelgi. Mynd: Ástþór Skúlason.

Eiendur að jörðinni Melanes á Rauðasandi hafa ákveðið að ráðast í mikla uppbyggingu á jörðinni fyrir ferðaþjónustu.  Bæjarstjórn vesturbyggðar hefur tekið til afgrieðslu breytingar á aðalskipulagi þar sem fjallað er um breytta landnotkun frá landbúnaðarlandi yfir í verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni. Markmið breytingarinnar er að skapa rými fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á fjórum lóðum vestan við bæjarstæðið þar sem reisa á gistihús og gistiskála fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.

Í síðustu viku samþykkti aðalskipulagstillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga með fyrirvara um uppfærðan fjölda gistirýma sem og að skilgreina þarf vatnsból.

Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnið deiliskipulag sem verður auglýst samtímis. Bæjarráðið hefur einnig samþykkt deiliskipulagstillöguna og falið skipulagsfulltrúa að auglýsa hana.

Ástþór Skúlason, bóndi Melanesi.
DEILA