Íslandsmótið í kubbi 2019 – Flateyri

Frá keppni í Kubbi.

Sunnudaginn 4. ágúst verður haldið Íslandsmót 2019 í kubbi.

Spilað verður í þriggja manna liðum og mótið fer fram á flötinni við Hafnarstræti (framan við Vagninn).

Auk hins eftirsótta Íslandsmeistaratitils eru vegleg verðlaun í boði.

Skráning er hafin – þrír í hverju liði – og fer þannig fram að sendur er póstur með nöfnum liðsins og þátttakenda á semsagt@gmail.com

Skráningu lýkur á miðnætti 3. ágúst!

Leikar hefjast kl. 14.

DEILA