Ísafjarðarbær: afkoma batnar um 41 milljón króna

Eyri, Ísafirði. Mynd : Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð ísafjarðarbæjar hefur afgreitt viðauka 8 við fjárhagsáætlun 2019. Um er að ræða leiðréttingar á fjárhagsáætlun vegna m.a. breyttra forsenda. Niðurstaðan er að hallinn á rekstri Eyrar lækkar um 41 milljón króna, en óbreytt staða bæjarsjóðs.

Í fyrsta lagi aukinn kostnað á launum Íþróttamiðstöðvar Þingeyri kr. 1.598.059 sem vantaði inn í samþykkta áætlun og er mætt með lækkun á launapotti. Áhrifin verða því engin á A hluta bæjarsjóðs þar sem auknum útgjöldum er mætt með lækkun á launakostnaði.

Í öðru lagi breytingar sem varða B hluta fjárhagsáætlanunarinnar, það er stofnanir bæjarins. Breytt reikningsskilaaðferð á Eyri lækkar rekstrartekjur að fjárhæð kr. 39.381.810,  lækkar afskriftir um kr. 20.052.575, eykur verðbótatekjur að fjárhæð kr. 60.749.483  og eykur eignir um kr. 41.420.248. Rekstrarhalli Eyrar lækkar því um kr. 41.420.248 og fer því úr því að vera halli að fjárhæð kr. 58.231.785 í að vera halli að fjárhæð kr. 16.811.537.

Þá er í  þriðja lagi er um að ræða leiðréttingu á vaxtakostnaði og verðbótum að fjárhæð kr. 32.906.108 vegna lántöku sem áætluð var á eignasjóð en verður bókuð á aðalsjóð, áhrif á sveitarsjóð eru engin.

Áhrif viðaukans í heild á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er betri afkoma að fjárhæð kr. 41.420.248  eða úr kr. 8.000.000  í kr. 49.420.248  en áhrifin á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og því rekstrarhalli óbreyttur í kr. 78.171.648.

Bæjarráðið bókaði að  það leggur áherslu á að unnið verði að farsælli lausn varðandi samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og ríkisins vegna hjúkrunarheimilisins Eyrar.

DEILA