Ingjaldssandur: samþykki um athugun Landgræðslunnar ekki framkvæmdir

Ingjaldssandur Mynd: Mats Wibe Lund.

Flestir landeigendur á Ingjaldssandi hafa tekið vel í erindi Votlendissjóðs um að fá Landgræðsluna til þess að meta landið og ná tölfræðilegu umfangi koltvísýringslosunar jarðanna. Þegar Landgræðslan hefur lokið þessu er næst að leggja til hvað þyrfti að gera til að endurheimta votlendi og fá samþykki landeigenda fyrir aðgerðum.

Í frétt Bæjarins besta fyrr í vikunni varð sá misskilningur að ummæli Eyþórs Eðvarðssonar, stjórnarformanns   þess efnis að samþykki lægi landeigenda lægi fyrir ættu við um framkvæmdirnar. Hið rétta er að Eyþór var að vísa til samþykkis fyrir  því að fá Landgræðsluna til þess að gera sína úttekt enda málið ekki komið lengra að svo stöddu.

Eyþór Eðvarðsson leggur áherslu á að þar sem til framkvæmda kemur gætir Votlendissjóður þess að afla áður samþykkis landeigenda, enda gerist ekkert án þess.

Votlendissjóður hefur áform um endurheimt votlendis víða um land og Eyþór Eðvarðsson segir að möguleikarnir séu miklir á Vestfjörðum.

DEILA