Hvalá og Pétur

Skjaldfannardalur. Mynd: Jón Halldórsson.

Indriði á Skjaldfönn hamaðist í heyskap í blíðviðrinu í dag og hafði nóg um að hugsa. En einhvers staðar í örskotshvíld kom vísa um , hvað annað en Hvalá og Pétur í Ófeigsfirði, athafnamanninn hinum megin við heiðina.

Vísuna kallar Indriði Píslarsögu Péturs í Ófeigsfirði og fær botninn frá Guðmundi Inga, höfuðskáldi Önfirðinga og reyndar Vestfirðinga allra:

Pétur í aðsúg varðist vel.
Vanur að geta forðast hel.
Enn stórveldið sat um hann sólgið og natið
og saug hann loks út um skráargatið.

DEILA