Glóð og Gná fluttar úr Víkinni

Glóð og Gná í athvarfi sínu í sumar.

Grísirnir Glóð og Gná hafa fengið nýtt heimili.  Þær fengu heimili á bóndabæ inn í Ísafjarðardjúpi að því er fram kemur á Ingstagram reikningi Jóns Páls Hreinssonar, bæjarstjóra í Bolungavík. Þær voru fengnar fyrr í sumar til þess að aðstoða bæjaryfirvöld í glímunni við kerfilinn, en grísir leggja sér hann til matar.

Jón Páll segir að Þær Glóð og Gná hafi gert það sem ætlast var til af þeim. Mikill áhugi vaknaði hjá bæjarbúum á því að ráða niðurlögum á kerflinum í Bolungavík og vörðu margir miklum tíma við að slá og slíta kerfilinn hvarvetna sem hann fyrirfannst í byggðarlaginu. Ekki er ofsagt að bærinn tók stakkaskiptum í sumar.

DEILA