Gíslastaðir: Sútun á fiskroði fræðsla og námskeið.

Gíslastaðir bjóða nú á helginni uppá námskeið í sútun á fiskroði sem og fyrirlestur um sögu roðvinnslu, hefðir og framtíð hráefnisins. Kennarar námskeiðsins eru þær Kristín Áskelsdóttir og Sunneva Elfarsdóttir nýútskrifaðir fatahönnuðir báðar ættaðar frá Dýrafirði. Á föstudagskvöldinu verður haldin fyrirlestur til upphitunar fyrir námskeiðið, fyrirlesturinn fylgir með námskeiðinu en hann er opin fyrir aðgangseyrir aðeins 1500.-kr. Námskeiðið stendur svo á laugardag og sunnudag, kennd verður einföld og aðgengileg áferð í heimasútun og jurtalitun á roðunum. Gjald fyrir námskeiðið er 16.000.-kr og er allt efni innifalið.
Skráning á námskeiðið stendur yfir í síma 848-5326
Næstu helgi verður einnig mikið um að vera á Gíslastöðum. Á laugardeginum verður í fyrsta sinn haldið Vestfjarðarmótið í Víkingasjómann og á sunnudeginum kemur Bjarki Bjarnason og fræðir okkur um Bárðar Sögu Snæfellsás.

 

DEILA