Flateyri: auglýst að nýju

Byggðastofnun mun auglýsa að nýju eftir umsóknum fyrirtækja sem vilja nýta kvóta Byggðastofnunar til þess að styrkja byggðina á Flateyri með fiskvinnslu og veiðum. Þetta kemru fram í svörum Aðalsteins þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar við fyrirspurn Bæjarins besta. Umsóknarfrestur verður til 30. ágúst næst komandi.

Eins og fram hefur komið ályktaði bæjarráð Ísafjarðarbæjar þann 1. júlí um málið á þann veg að það væri hagur Flateyrar að fá nýjan aðila til vinnslu og segir einnig að bæjarráðið fallist á það mat Byggðastofnunar að aðstæður séu með þeim hætti að ekki verði komist hjá því að rifta  samningnum um aukna byggðafestu á Flateyri.

DEILA