Fjölmenni á fundi um laxeldi í Noregi

Gunnar Davíðsson, deildarstjóri í Troms.

 

Húsfyllir var á fundi á Ísafirði sem Matís og Vestfjarðastofa stóðu fyrir í hádeginu. Gunnar Davíðsson, deildarstjóri hjá Troms fylki í Noregi flutti fyrirlestur um áhrif fiskeldis á efnahag og íbúaþróun í Troms.   

Kom fram hjá Gunnari að fiskeldið í Troms hafi tvöfaldast frá 2011 og er nú framleitt um 188 þúsund tonn á ári en var um 89 þúsund tonn. Til samanburðar var framleiðslan á Íslandi um 19 þúsund tonn í fyrra.

Um 1000 ársverk voru 2011 rakin beint og óbeint til laxeldisins. Störfin eru eftirsótt og launin góð. Athyglisvert er að ungt fólk  sækir í störfin og nýtir sér menntun sína þar sem störfin verða æ tæknivæddari með hverju ári.

Efnahagsleg þýðing fiskeldisins fyrir þjóðarbúsins norska  er mikil og meiri en annarra atvinnugreina að olíuiðnaðinum undanskildum. Hvert ársverk í fiskeldi leiðir af sér 4,3 milljónir NOK til vergrar landsframleiðslu.

Annar fundur verður í kvöld á Tálknafirði.

Húsfyllir var í fundarsal Vestfjarðastofu.
DEILA