ÉG MAN ÞIG! – Bíóferð til Hesteyrar

Dagana 16. ágúst til 1. September verða sýningar á kvikmyndinni „Ég man þig“ á sjálfum tökustaðnum, Hesteyri í Jökulfjörðum. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Bræðurnir Haukur og Hrólfur Vagnssynir í samstarfi við framleiðendur myndarinnar Ég man þig, standa fyrir sýningu myndarinnar á Hesteyri á breiðtjaldi með viðeigandi hljóðkerfi og bassabotnum. Hrólfur Vagnsson, vert í Læknishúsinu segir mikla eftirvæntingu ríkja varðandi sýningarnar, myndin var sýnd í fyrra á sama stað og vakti mikla lukku.

Fyrsta sýning verður föstudagskvöldið 16. ágúst.
Myndin verður svo sýnd daglega frá 16. Ágúst til 1. September n.k.
Siglt verður með Hesteyri ÍS 95 frá Bolungarvík alla daga kl 18:00
Verð er 14.000 kr og er innifalin auk sýningarinnar sigling og veitingar á staðnum.

Nánari upplýsingar og bókanir: www.hornstrandaferdir.is
Læknishúsið Hrólfur Vagnsson 899-7661 eða Haukur Vagnsson 862-2221

DEILA