Bolungavík: hafnar hugmyndum um lögþvingaða sameiningu

Bæjarráð Bolungavíkur samþykkti í gærkvöldi að hafna hugmyndum um lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga þar sem lágmarksíbúafjöldinn sveitarfélags er undir 1000 íbúum frá og með sveitarstjórnarkosningum 2026.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarmálaráðherra hefur boðað frumvarp um þetta á haustdögum og kynnti hugmyndir sínar í blaðagrein á dögunum.

Bolungavík 1000+

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri lagði fram minnisblað um fjölgun íbúa kaupstaðarins upp í 1000. telur hann raunhæft að ná þessu markmiði á nokkrum árum.

Í minnisblaði segir um leiðir til þess að ná markmiðinu::

Til þess að ná þessu markmiðið þarf að einbeita kröftum sveitarfélagsins að uppbyggingu á þremur megin stoðum.

Aukning íbúðarhúsnæðis
Íbúðamarkaður er að mestu fullmettur í Bolungavík. Þrátt fyrir að einhverjar fasteignir séu nýttar af eigendum sem eiga lögheimili utan Bolungavíkur og standi þannig auðar stóran hluta ársins hefur þeim fækkað undanfarin ár og óraunhæft að slíkar íbúðum verði útrýmt úr Bolungavík. Til þess að geta boðið nýja íbúa velkomna þarf að taka í notkun fleira íbúðahúsnæði á allra næstu árum.

Fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri
Efla þarf þau fyrirtæki sem fyrir eru í Bolungarvík og efla stuðning við nýsköpun og stofnun nýrra fyrirtækja.

Innviðir
Til að gera Bolungarvík að eftirsóttum íbúakosti þurfa að innviðir að vera eins og best er á kosið. Með nýjum leikskóla styrkjast innviðir samfélagsins til muna. Halda þarf áfram að horfa til framkvæmda sem styrkja innviði samfélagsins og draga fram kosti Bolungarvíkur sem ákjósanlegan íbúakost.

Bæjarráðið samþykkti áætlunin Bolungavík 1000+ og segir í samþykkt bæjarráðsins að markmiðin séu skýr um að íbúafjöldinn hafi náð þessu marki fyrir árið 2024.

Bæjarráðið fól bæjarstj+ora að leggja fram við fyrsta tækifæri tímasetta aðgerðaráætlun fyrir verkefnið.

 

 

DEILA