Bolungavík: ákveðið að bora eftir neysluvatni

Bæjarráð Bolungavíkur hefur ákveðið að ráðast í að láta bora tvær borholur við neðra vatnsbólið í Hlíðardal til viðbótar við tilraunaholuna sem boruð var í sumar.  Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að áætlað sé að holurnar þrjár gefi samtals um 150 tonn á klst sem dugar fyrir núverandi notkun í kaupstaðnum, en vonist auðvitað eftir meiru. Tilraunaborhola við neðra vatnsból í Hlíðardal gaf góða raun og hefur hún gefið stöðugt sjálfrennandi rennsli af góðu vatni

Verðkönnun hefur verið meðal tveggja aðila um borun á neysluvatnsholum í Bolungarvík ásamt kostnaðaráætlun við tenginu á borholum við hreinsistöð. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við borun og tengingu við hreinsistöð verði 18 m.kr.

DEILA