Bókin Aldarfar og örnefni endurútgefin

Eyþór Jónvinsson í bókabúðinni á Flateyri.
Bókin Aldarfar og örnefni eftir Óskar Einarsson, sem kom út árið 1951 og hefur verið með öllu ófáanleg hefur nú verið endurútgefin af Eyþór Jóvinssyni. Bókin inniheldur yfir 2000 örnefni í Önundarfirði ásamt lýsingum á fólki, sögu og staðarháttum í Önundarfirði.
Bókin var gefin út í 400 eintökum á sínum tíma og voru einnig prentuð 400 eintök af endurútgáfunni, sem inniheldur upprunalegu bókina, örnefnakort, örnefnaskrá og viðbætur sem Óskar gerði eftir að upprunalega bókin kom út.
Óskar vann mikið þrekvirki með útgáfunni á sínum tíma og bjargaði þar fjölda örnefnum frá glötun, sem hefðu annars horfið með fráfarandi kynslóðum. Örnefnum safnaði hann að mestu saman á árunum 1927-1928.
Hægt er að kaupa bókina í Versluninni Bræðurnir Eyjólfsson, sem flestir þekkja undir nafninu Gamla Bókabúðin á Flateyri. Einnig er hægt að panta eintak af bókinni á vefsíðu verslunarinnar: https://flateyribookstore.com/
DEILA