BMX Brós í opnu húsi hjá Kerecis í dag

Í dag mun Kerecis kynna bæjarbúum starfssemi sína í verksmiðju fyrirtækisins í Íshúsfélagshúsinu og í Hátæknisetrinu Norðurtanga (HN húsinu). Opna húsið á báðum stöðum er milli klukkan 15 og 17 og verða léttar veitingar í boði í HN húsinu. BMX brós munu heimsækja Kerecis og bjóða uppá námskeið í hjólamennsku kl 14 og svo sýna listir sínar klukkan 16 á planinu við HN húsið. 

Kerecis er frumkvöðull í notkun á roði og fjölómettuðum fitusýrum til að meðhöndla sár og vefjaskaða og eru vörur fyrirtækisins sem framleiddar eru á Ísafirði seldar víða um heim.

DEILA