Beitum þeim á gras

kjötlaust Ísland 2020.

Það fór ekki framhjá bóndanum Indriða á Skjaldfönn þegar grænkerar vildu taka yfir stjórn á mataræði skólabarna og banna kjötneyslu og ekki síður að þeir fengu rífandi undirtektir hjá borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík.

Greina má nokkra kaldhæðni í þessari vísu:

Strá og pálma dýrkar Dagur
-drengur laus við fjas.
Bætist okkar barna hagur
-beitum þeim á gras.

DEILA