Árneshreppur: kostnaður vegna kærumála nálgast 5 milljónir króna

Frá höfninni í Norðurfirði.

Kostnaður Árneshrepps vegna eftirmála síðustu hreppsnefndarkosninga sem fallið hefur á hreppinn er nú um 2 milljónir króna umfram 2,6 milljóna króna styrk sem fékkst í fyrra frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hreppsnefndin ræddi þetta á síðasta fundi sínum og var hún sammála um að reyna að fá þessi útgjöld endurgreidd með einhverjum hætti.

Kostnaðurinn fellur til vegna þess að hreppsnefndarkosningarnar voru kærðar fyrst til sýslumannsins á Vestfjörðum og síðan til Dómsmálaráðuneytisins og þaðan fór málið til Héraðsdóms og hefur nú verið áfrýjað til Landsdóms. Kostnaðurinn sveitarfélagsins er í heild orðinn nærri 5 milljónir króna og enn gæti reikningurinn hækkað. Þó verður að hafa í huga að fyrir dómstólum geta kærendur verið dæmdir til að greiða hreppnum málskostnað, ef hreppurinn vinnur málið, en á þessu stigi er það ekki ljóst. Til þessa hafa kærendur tapað málinu á öllum stigum.

Skatttekjur Árneshrepps eru um 30 milljónir króna á ári.

 

 

DEILA