Árneshreppur fær úr styrkvegasjóði

Naustavík í Reykjarfirði.

Árneshreppur hefur fengið úthlutað 1,4 milljón króna úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar.

Hreppsnefnd var sammála um að nýta peningana í afleggjarann í Naustvík og ofaníburð í Kúvíkurveginn. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps segir að verkið verði unnið nú í sumar. Báðar víkurnar eru í Reykjarfirði, Naustavík norðanmegin og Kúvíkur sunnanmegin.

Í Kúvíkum var lítið þorp í utanverðum Reykjarfirði sunnanmegin. Þorpið var eini verslunarstaðurinn  í Strandasýslu um aldir þangað til Borðeyri við Hrútafjörð varð löggiltur verslunarstaður 1846. Verslun og búseta lögðust af í Kúvíkum á 20. öld þegar síldarævintýrið í Djúpavík byrjaði og fluttist öll verslun þangað á þeim tíma.

DEILA