Áfram tilmæli um vatnssuðu á tveimur stöðum

Ögur. Mynd: bbl.is

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða birti í síðustu viku niðurstöður mælinga í drykkjarvatni hjá ferðaþjónustuaðilum við Ísafjarðardjúp. Fannst E. coli í vatninu og voru gestir hvattir til að sjóða drykkjarvatn.

Anton Helgason, helbrigðisfulltrúi  hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða segir að búið sé að kveikja á geislunartækjum í Ögri Kaffihús og Ferðaþjónustunni Reykjanesi og er vatnssuðu aflétt á þeim stöðum.

Í Ævintýradalnum Heydal er  búið að stífla læk sem rann í vatnsbólið þvo og sótthreinsa, en enn mælast bakteríur og þar eru áfram tilmæli um vatnssuðu.

Hesteyri og Hesteyri tjaldstæði eru með yfirborðsvatn sem stenst ekki gæðakröfur  og því áfram tilmæli um vatnssuðu.

.

 

 

 

DEILA