Act alone hófst í gær

Frá galdrasýningu gærdagsins.

Actið hófst í gær með pomp og prakt í einstakri súgfiskri veðurblíðu. Að vanda hófst hátíðin á árlegri fiskiveislu frá Íslandssögu þar sem hátíðargestir snæddu  í veðurblíðunni við félagsheimilið. Töframaðurinn Ingó Geirdal töfraði þar á eftir gesti uppúr skónum á fyrstu sýningu ársins, áfram héldu galdrar leikhússins og töfrar hönnunar með fjölbreyttum leiksýningum og sýningu á verkum vestfiskra fatahönnunar og myndlistanema.

Lófalestur í dag og þrír einleikir

Fjölbreytt dagskrá verður í dag sem mun hefjast á lófalestri fyrir utan FSÚ. Einleikirnir taka svo við þrír talsins, sem og tónleikar frá hinum ástsæla tónlistarmanni Jógvan Hansen og í lokin mun Trúðurinn Wally sýna miðnæturuppistand. Munu því hátíðargestir að öllum líkindum enda daginn með bros út að eyrum.

Einleikurinn Í Hennar Sporum verður sýndur verður i dag kl 19:45.
DEILA