90 ára hátíðarmessa á Ingjaldssandi

Á sunnudagskvöldið var messa á Ingjaldssandi í tilefni af því að í ár eru 90 ár síðan kirkjan var vígð, en það var  þann 29. september 1929. Prestur var sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir á Þingeyri. Útskurður í kirkjunni er eftir Guðmund úr Mosdal og bróðir hans Jón Jónsson bónda og kirkjuhaldara á Sæbóli. Í kirkjunni eru kirkjuklukkur frá 16 og 17 öld, silfurkalekur frá 1737 og eirhjálmur sem á er letrað ártalið1649.

Messan var mjög vel sótt og var hvert sæti setið í kirkjunni. Að messu lokinni voru leikir og útivist að  ógleymdum söng.

Myndirnar tók Davíð Davíðsson.

DEILA