2. deild: Vestri heimsækir ÍR

Vestri heimsækir ÍR í Breiðholtið í dag, miðvikudag 21. ágúst, í 17. umferð 2. deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 18 á Hertz-vellinum. Heil umferð verður leikin í 2. deild í kvöld. Eftir 16 leiki er Vestri er í 2. sæti deildarinnar með 30 stig eftir sigur gegn Fjarðabyggð á síðustu helgi. Leiknir frá Fáskrúðsfirði er í efsta sæti deildarinnar með 31 stig, en liðið tapaði fyrir Þrótti í Vogum í síðasta leik. Mikil keppni ríkir um efstu sætin í deildinni, því munurinn á 1. og 9. sæti er aðeins 10 stig. Hver einasti leikur skiptir því miklu máli. Vestri vann fyrri leikinn gegn ÍR á heimavelli 2-1.

Næsti heimaleikur Vestra verður á sunnudaginn klukkan 14. Þá sækir Víðir úr Garði okkar menn heim. Víðir er í þriðja sæti deildarinnar.

DEILA