Vigur: grískt kauptilboð til skoðunar

Salvar Baldursson, bóndi í Vigur segir að verið sé að skoða kauptilboð í eyjuna Vigur frá grískum manni. Í því eru fyrirvarar en verðtilboðið er þannig að tilboðið kemur til greina. Salvar segir að það gæti skýrst í næstu viku hvort saman gangi með aðilum.

„Við höfum fengið önnur tilboð en þeim hefur verið hafnað“ segir Salvar í samtali við Bæjarins besta.

Gott árferði og ferðamenn

Salvar lét af tíðarfarinu og ástandi á fugli. Hann segir að allar tegundir séu í góðu standi lundi, teista og kría. Meira sé af lunda en verið hefur undanfarin ár. Þá hafi æðarvarpið verið gott og fínt verð sé á dúni.  Fjölmargir ferðamenn hafa komið út í Vigur undanfarin ár. Hugrún Magnúsdóttir sagði Bæjarins besta að sumarið væri gott og hún merkti ekki samdrátt. Langflestir gestirnir koma af erlendu skemmtiferðaskipunum sem koma til Ísafjarðar og Hugrún sagði að kæmu allt upp í sex bátar á dag með ferðamenn, sem fá leiðsögn um eyjuna og er svo boðið upp á veglegt kaffihlaðborð.

Hver vildi ekki eiga Vigur?
Mynd: Mats Wibe Lund.
DEILA