Vesturbyggð hafnar líka að greiða eingreiðslu

Bæjarráð Vesturbyggðar tók fyrir fram erindi dags. dags. 9. júlí 2019 frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga með áskorun til sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum í tengslum við kjarasamningaviðræður Starfsgreinasambands Íslands, sem Verkalýðsfélag Vestfirðinga á aðild að, við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum.

Bæjarráðið tók sömu afstöðu og bæjarráð ísafjaðarbæjar og bókaði „Samningsumboð Vesturbyggðar til kjarasamningagerðar er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og getur því ekki orðið við áskoruninni.“

Tilefnið er að félagsmenn Starfsgreinasambandsins fá ekki þá eingreiðslu 105 þúsund krónur sem samninganefnd sveitarfélaganna hefur samið um við aðra viðsemjendur. Ríkissáttasemjari hafði lagt til að sveitarfélögin greiddu eingreiðsluna en samninganefnd sveitarfélaganna hafnaði tillögunni með þeim rökum að SFG hefði víðar kjaradeilunni til ríkissáttasemjara.

DEILA