Vestri vann toppslaginn

Á laugardaginn mættust lið Vestra og Selfoss í toppslag 2. deildarinnar í knattspyrnu á Torfnesvelli á Ísafirði. Selfoss var fyrir leikinn í 2. sæti með 23 stig og Vestri í 3. sæti með 21 stig.

Leiknum lauk með sigri Vestra 2:0 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik. Gunnar Jónas Hauksson  skoraði fyrra markið á 50. mínútu leiksins og Viktor Júlíusson seinna markið á 76. mínútu.

Að lokum 13 umferðum af 22 er Vestri komið í 2. sæti deildarinnar með 24 stig, stigi á eftir efsta liðinu Leikni frá Fáskrúðsfirði. Tvö efstu liðin vinna sér sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili.

DEILA