Vestrastrákar fengu prúðmennskuverðlaun

Nú er fótboltasumarið í fullum gangi og yngri flokkarnir gera víðreist um landið.

Fyrstu helgi í júlí fóru Vestrastrákar til Akureyrar og tóku þátt í hinu rómaða N1-móti sem ætlað er 5. flokki. Vestri fór með 2 lið á mótið og stóðu þau bæði sig vel, lið 1 spilaði í svokallaðri Chile-deild á meðan lið 2 spilaði í Frönsku deildinni. Nokkrir sigrar en líka töp litu dagsins ljós, eins og von er í boltanum en umfram allt annað var spilaður mikill fótbolti auk alls annars sem í boði er á slíku stórmóti.

Strákarnir skemmtu sér líka konunglega og var frábær stemming í hópnum sem vakti talsverða athygli og varð til þess að í mótslok var þeim afhentur Sveinsbikarinn fyrir prúðmennsku.

DEILA