Vegabætur í Árneshreppi: enn er kært

Verksmiðjubyggingin í Ingólfsfirði sem stafar hætta af vegabótum að mati kærenda.

Framkvæmdaleyfi sem Árneshreppur veitti Vesturverk ehf til viðhalds á veginu frá Melum að Hvalá hefur verið kært til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Krafist er að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðal kæran er til meðferðar hjá nefndinni. Þetta staðfesti Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks ehf í samtali við Bæjarins besta.

Kærendur eiga eignir í Ingólfsfirði og liggur núverandi vegur um jörðina Eyri. Telja kærendur að viðhaldið á veginum valdi óafturkræfum sjónrænum áhrifum og geti haft áhrif á gömlu verksmiðjubygginguna.

DEILA