Vagninn Flateyri: SNAPS sendir kokkana vestur

Um helgina verður á Vagninum á Flateyri vestfirsk útgáfa af veitingastaðnum vinsæla SNAPS í Reykjavík.  Kokkarnir Daniel og Csaba koma vestur á Flateyri og annast matseldina í kvöld, föstudagskvöld og á morgun laugardag.

Með í för verður rekstrarstjórinn til þess að tryggja hnökralausa SNAPS veitingaþjónustu fjarri höfuðstaðnum.  Það eru nýmæli að veitingarstaður í Reykjavík bjóði upp á þjónustu á landsbyggðinni.

Rekstraraðilar Vagnsins eru vongóð um að Vestfirðingar mun nýta sér þessa nýstárlegu þjónustu.

Á laugardag verður ball með hljómsveitinni SKE.

 

DEILA