Tvö skemmtiferðaskip í dag á Ísafirði

Tvö skemmiferðaskip eru í dag á Ísafirði. Það eru Le Champlain  nýtt skip sem skírt er eftir frönskum könnuði og kostaði um 12 milljarða króna. Það gerir út á lúxusinn, tekur 180 farþegar og í áhöfn eru 110 manns. Hitt skipið er Ocean Atlantic, 140 m langt skip sem smíðað var 1985, breytt árið 2010 og svo alveg tekið í gegn að innan 2016. Það tekur tæplega 200 farþega og er með átta þil.

Í gær voru þrjú skip á Ísafirði Sapphire Princess, Astoria og Star Breeze öll hin glæsilegustu.

Veðrið í dag er eins og best verður á kosið, sannkallað Mallorckaveðið með Ísafjarðarlogni.

DEILA