Tálknafjörður: nýr varaoddviti

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Tálknafjarðahrepps fór fram kjör oddvita og varaoddvita til eins árs.  Bjarnveig Guðbrandsdóttir var kosin áfram  sem oddviti með fimm samhljóða atkvæðum.

Björgvin Smári Haraldsson sem verið hefur varaoddviti undanfarið ár óskaði eftir að stíga til hliðar og tillaga um Guðna Ólafsson sem varaoddvita var þá borin upp og samþykkt með fjórum atkvæðum. Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir sat hjá.

DEILA