Sundlaug Flateyrar: tugmilljóna króna tjón

Heitur pottur í Sundlaug Flateyrar.

Í febrúar síðastliðinn kom í ljós mikill leki inná þaki sundlaugar Flateyrar og athugun leiddi í ljós að um lagnaleka var að ræða og því Vátryggingafélag Íslands, tryggingafélag Ísafjarðarbæjar, kallað til.  Í minnisblaði til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá  sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, segir að lekinn hafi verið til stað í nokkurn tíma og ástand þaksins því orðið nokkuð slæmt.

Mynd af skemmdum í þaki sundlaugarinnar.
Mynd: minnisblað

Vátryggingafélag Íslands hefur staðfest bótaskyldu vegna umrædds tjóns og fékk Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. til að taka út skemmdirnar og orsakir.

Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. skilaði af sér tjónamati 13. maí 2019 og er tjónið metið á 53,3 milljónir.  Endanlegar bætur hafa ekki verið samþykktar en 27. júní ákvað VÍS að greiða 30,0 milljónir til tjónþola.

Málið verður endanlega útkljáð að loknu sumarleyfi segir í minniblaðinu.

DEILA