Súðavík: ljósleiðaravæðing óljós

Hreppsnefnd Súðavíkur samþykkti á síðasta fundi sínum að halda áfram viðræðum við Mílu um tengingu og klára samning um ljóstengingu.

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri segir að ekkert liggir fyrir um hvað margar tengingar verði að þessu sinni og hver kostnaðurinn kynni að verða. Hann segir að „einhverjar viðræður hafi verið við ráðuneyti og þá aðila sem hafa sinnt um að leggja ljósleiðara, en þetta er tengt þeim möguleikum sveitarfélaga um styrkframlag frá ríki í verkefninu Ísland ljóstengt.“

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hefur aðstoðað sveitarfélög við verkefnið og viðkomandi úthlutunuarsjóður. Bragi segir að  Súðavíkurhreppur áformi að vinna verkefnið áfram á þeim grundvelli ef það er fært svo.

„En að því leyti vantar uppýsingar um hver kostnaður verður og um hvaða dagsetningar eru á verklok svo eitthvað sé nefnt.“

 

DEILA