Súðavík greiðir eingreiðsluna 1. ágúst

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.

Súðavíkuhreppur mun að sjálfsögðu greiða eingreiðslu þann 1. ágúst nk. til starfmanna sveitarfélagsins sem falla undir samninga á forræði Verkalýðsfélags Vestfirðinga, í tengslum við kjaraviðræður Samninganefnd sveitarfélaganna segir Bragi Þor Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.

Þá skorar sveitarstjóri Súðavíkurhrepps á framkvæmdastjóra annarra sveitarfélaga að gera það líka, þar sem það á við.

Eingreiðslan er 105.000 kr miðað við fullt starf.

Bæði Ísafjarðarbær og Vesturbyggð hafa hafnað erindi formanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga um að greiða eingreiðsluna og hafa vísað til þess að samningsumboð sveitarfélaganna er hjá samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga.

Reykjavikurborg hefur ákveðið að greiða eingreiðsluna.

 

DEILA