Straumnesduflið komið inn

Landhelgisgæslan hefur tengt að nýju duflið við Straumnes, en það hefur verið óvirkt um skeið. Það var varðskipið Týr sem fór með duflið frá Ísafirði og setti það út í morgun.

Straumnesduflið veitið mikilvægar upplýsingar um ölduhæð og öldusveiflu sem sjófarendur nýta sér. Á það bæði við um fiskibáta og skip og báta með ferðamenn.

Núna kl 11 er kennialdan 1,1 metrar, öldulengd 35 metrar og meðalsveiflutími 4,8 sek.

DEILA