Snerpa leggur ljósleiðara á Tálknafirði

Snerpa leggur ljósleiðara í jörð. Mynd: Björgvin Smári Haraldsson.

Áfram er haldið með ljósleiðaravæðingu landsins og nú eru starfsmenn Snerpu mættir í Tálknafjörð.  Leggja á ljósleiðara frá tengimiðstöðinni sem staðsett er á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og inn í Norður Botn en lélegt netsamband hefur verið fyrirtækjunum  á ströndinni erfitt. Sömuleiðis verður lagt að Þinghólsbraut 1 og kirkjunni gefinn kostur á að tengjast ljósleiðara. Snerpa fullhannar og vinnur verkið og miðar við að nægjanlegur fjöldi þráða verði tiltækir til þess að allir fyrirséðir notendur sem óska eftir tengingu eigi þess kost.
Tálknafjarðarhreppur leggur til 3.000.000 í þennan áfanga en á árarnar leggjast líka Fjarskiptasjóður og sérlegur byggðastyrkur ráðherra.

Verkinu skal lokið á árinu 2019 en vonir standa til að því ljúki í haust.

Frá þessu er greint á vef Tálknafjarðarhrepps.

DEILA