Sirkus Island með sýningar um helgina

Sirkus Ísland er mætt til Ísafjarðar og verður með sýningar um helgina. Annars vegar eru fjölskyldusýningar og hins vegar fullorðinssirkus sem kallaður er skinnsemi.

Þegar Bæajrins besta leit inn í gær voru starfsmenn í óða önn að koma búnaði fyrir og gera allt klárt fyrir sýningarnar. Það er mikið fyrirtæki að ferðast með sirkus, tveir stórir gámar að búnaði og tjaldið sjálft er svo flutt á sérstökum tengivagni. Við sirkusinn starfa um 15 starfsmenn, meira og minna í fullu starfi. Einkum er þetta ungt fólk, kannski af skiljanlegum ástæðum.

Fimm ár er síðan flokkurinn kom vestur síðast. Sirkustjaldið hefur verið reist við Sundabakka. og tekur um 350 manns í sæti.

Föstudagur 26. júlí:
Áratugur af sirkus – fjölskyldusýning kl 17.00 og Skinnsemi fullorðinssirkus kl 21.00.

Laugardagur 27. júlí:
Áratugur af sirkus – fjölskyldusýning kl 14.00.

Sunnudagur 28. júlí:
Áratugur af sirkus – fjölskyldusýning kl. 14.00

DEILA