Silungastofnum spillt og lostaveiði

Langadalsá er ein af laxveiðiánum þar sem fiskirækt er stunduð.

Í Fréttablaðinu í gær er grein um fjölbreytileika lífríkisins og ábyrgð Íslendinga eftir tvo Íslendinga sem hafa starfað í Svíþjóð, þá Högni Hansson, sem er kennari við Stofnun um
umhverfisvernd og loftslagsbreytingar við háskólann í Lundi og Úlf Árnason, prófessor
emeritus í erfðafræði við háskólann í Lundi.

Högni Hansson.
Úlfur Árnason.

Beina þeir athyglinni að  tegundadauða og ástandi lífríkisins. Segja þeir að sumir sérfræðingar telja að útrýming jurta- og dýralífs sé jafn hættuleg framtíð okkar á jörðinni og loftslagsbreytingarnar.

Nefna þeir fyrst dæmi úr fortíðinni sem reyndust afdrífarík, svo sem þegar geirfuglinum var útrýmt og að nærri lá að haförninn færi sömu leið. Þurrkun votlendis breytti vistkerfinu og fjöldi mófugla hvarf. Önnur hætta sem ógnar lífríkinu, segja þeir í greininni, eru ágengar tegundir sem íslenskar tegundir geta ekki keppt við. Nefma þeir minkinn og lúpínuna sem dæmi þar um.

Þá rekja þeir nokkur dæmi úr samtímanum sem vegi að fjölbreytileikanum í lífríkinu. Eitt dæmið er fiskirækt í laxveiðiám í því skyni að efla stangveiði á laxi. Þar vekja þeir athygli á því að aðgerðir í því skyni eru án tillits til silungsstofna sem fyrir eru.

„Eitt dæmið snertir aðgerðarleysi við verndun silungsstofna við framkvæmdir, t.d. laxastigabyggingu, sem veita laxi inn á svæði þar sem fyrir eru staðbundnir og aðlagaðir
silungsstofnar. Þetta á einkum við urriðastofna þar eð urriðinn ver í mörgum tilvikum ákveðin svæði og veiðist því upp á skömmum tíma á svæðum þar sem laxveiðar leyfast.“

Annað dæmi sem þeir nefna er sú þróun að veiða og sleppa, sem greinarhöfundar kalla lostaveiðar:

„Annað dæmi snertir lostaveiði í Þingvallavatni þar sem svokallaður stórveiðimaður veiðir samkvæmt frétt 174 urriða og sleppir svo fiskunum aftur í vatnið. Þeir fiskar sem
lifa af hrekjast að öllum líkindum frá þeim svæðum sem þeir hafa tileinkað sér. Að leyfa níðslu sem þessa í sjálfum þjóðgarði Íslands er háðulegt auk þess sem atferlið veldur röskun á þeim stofni eða deilistofni sem um er að ræða.“

Þetta dæmi vekur athygli á laxveiðinni sjálfri sem er í vaxandi mæli að veiða og sleppa.

Þeir eru líka gagnrýnir á ígulkerjaveiðar og laxeldi í sjó, en gagnrýna sérstaklega að umræða snúist nær eingöngu um laxeldi í sjó  á sama tíma og „sókn í annað líf og
vistarverur þess er ekki til umræðu. Brottfall tegunda, afbrigða og deilitegunda vekur
minni athygli.“

Greinina einnig má lesa á visir.is. Slóðin er https://www.visir.is/g/2019190729558/fjolbreytileiki-lifrikis-og-abyrgd-islendinga-

 

DEILA