RÚV: gefur ekki upp nöfn umsækjenda

Gilda stjórnsýslulög ekki um RÚV? Mynd : vb.is

Ríkisútvarpið neitar að gefa upp nöfn þeirra 13 umsækjenda sem sóttu um stöðu fréttamanns á Vestfjörðum og Vesturlandi. Heiðar Örn Sigurfinnsson, starfandi fréttastjóri segir að RÚV gefi ekki upp nöfn umsækjenda um almennar stöður eins og þessa.

Í lögfræðilegum skýringum sem send voru með svarinu segir að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag ofh og að ákvæði laga um opinbera starfsmenn gildi ekki formlega um opinber hlutafélag.

Þá segir:“Félagið starfar því á sviði einkaréttar þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkisins, sbr. ákvæði fyrri máls. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2013. Ákvarðanir þess eru því einkaréttarlegs eðlis en ekki ákvarðanir í merkingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ríkisútvarpið mun af þeim sökum ekki verða við ósk þinni um frekari upplýsingar um ráðningu í tímabundna stöðu fréttamanns.“

 

.  

 

 

DEILA