Ríkið: 449 störf á Vestfjörðum

Á Vestfjörðum voru 449 störf hjá ríkinu og opinberum stofnunum í lok árs 2017. Þetta kemru fram í skýrslu Byggðastofnunar um Ríkisstörf 31.12.2017.

Alls telst Byggðastofnun svo til að 24.300 störf séu á vegum ríkisins á landinu öllu og eru þar af 449 störf á Vestfjörðum. Það gerir 1,8%.  Á höfuðborgarsvæðinu voru um 17.130 störf í lok árs 2017 eða liðlega 70% starfanna. Byggðastofnun  greinir líka hvað störf ríkisins er stórt hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði , þ.e. aldrinum 15-64 ára. Í heildina eru störfin 10,5% á landsvísu. Hlutfallið er hæst á höfuðborgarsvæðinu 11,5% og lægst á Suðurlandi 7,5%. Á Vestfjörðum er hlutfallið 9,7%.

Dreifin starfanna á Vestfjörðum eftir sveitarfélögum er þannig:

Ísafjarðarbær        324 störf     13%

Strandabyggð          35 störf     12%

Vesturbyggð            51 starf     7,5%

Reykhólar                11 störf      7%

Bolungavík               26 störf      4%

DEILA