Fjárfestingar Reykhólahrepps í fyrra urðu samtals 72 milljónir króna, sem er tæpum 5 milljónum króna meira en áætlun gerði ráð fyrir.
Lóðaframkvæmdir við íþróttahús kostuðu 31 milljón króna, framkvæmdir við tjaldsvæði 4,3 milljónir króna, þjónustuhúsnæði og svæði 1 milljón króna og lóðaframkvæmdir við Barmahlíð 3,2 milljónir króna.
Framkvæmdir tengdum B hlutanum voru Reykhólaveita 31,3 milljónir króna og búnaður 1,5 milljónir króna.
Nokkrar breytingar urðu frá samþykktri fjárhagsáætlun. Helstar breytingar eru þær að ekki varð af framkvæmdum við götur, höfn, við þjónustuhúsnæði og lóð grunnskóla. Þess í stað urðu framkvæmdir við íþróttahús 31 mkr í stað 4 mkr.