Ort um Hvalárvirkjun

Hagyrðingarnir sjá að sjálfsögðu tækifærin í deilunum um Hvalárvirkjun. Vestfirðingarnir tveir, sem eru á öndverðum meiði í málinu, ortu í dag eftir hádegisfréttir RÚV um beislun vindorkunnar.

Indriði á Skjaldfönn reið á vaðið:

Nú er lagið vind að virkja
og valda engum spjöllum.
Öræfanna stöðu styrkja
og steypa flónum öllum.

Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum svaraði:

Þegar á nú vind að virkja
vatn í lónum safnast til.
Blanda og Hvalá stöðu styrkja
í stormi og logni hér um bil.

DEILA