Ófeig náttúrurvernd finnur steingervinga

Mynd sem fylgir bréfi Ófeigs náttúruverndar til Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Samtökin Ófeig náttúruvernd hefur ritað bréf dags 29. júlí til Náttúrufræðistofnunar Íslands , Jóns Gunnars Ottóssonar forstjóra og greint frá því að „Í næstliðinni viku fundu heimamenn í Árneshreppi steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem umrætt deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir við vegagerð frá væntanlegu iðnaðarsvæði upp Strandarfjöll. Um er að ræða svokallaðar trjáholur. Við athugun fundust allnokkrar holur í einu jarðlagi.“

Segir í bréfinu að samkvæmt  2. mgr. 60. gr. náttúruverndarlaga er óheimilt að nema brott eða losa steingervinga af fundarstað og er farið fram á það við „stofnunina að hún hlutist nú þegar til um rannsóknir á umræddum steingervingum á svæðinu sem um ræðir.“

Undir bréfið rita Sif Konráðsdóttir, stjórnarformaður og Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður.

DEILA