Netflix áskrift : 11% munur

Ný könnun MMR sýnir að 11% munur er á áskrift að Netflix milli landsbyggðarinnar og höfuðbrogarsvæðisins. Liðlega þrír fjórðu íbúa höfuðborgarsvæðisins eru með Netflix en á landsbyggðinni er hlutfallið 64% eða 11% lægra.

Munurinn eykst upp í 12% þegar teknir eru með þeir sem ætla að fá sér Netflix á næstu 6 mánuðum og verður 78% á höfuðborgarsvæðinu á móti 66% á landsbyggðinni.

Mikill munur eftir stjórnmálaskoðunum

Umtalsverður munur reynist vera á Netflix áskrift eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Stuðningsfólk við Vinstri græn eru ólíklegust til þess að vera með áskrift. Aðeins 61% þeirra segjast vera með Netflix áskrift.

Hlutfallið fer svo vaxandi meðal Framsóknar, Miðflokksfólks, Samfylkingar, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins upp í 73%.

Hæst er hlutfallið meðal stuðningsfólks Pírata og Viðreisnar og fer upp í 84%.

DEILA