Náttúrustofa Vestfjarða – nýr samningur

Undirritaður hefur verið ný samningur milli ríkisins og sex sveitarfélaga á Vestfjörðum um rekstur Náttúrurstofu Vestfjarða 2019-2023. Framlag ríkisins er ákveðið í fjárlögum hvers árs og er 2019 20,7 mkr. Sveitarfélögin leggja fram 30% til viðbótar.

Sveitarfélögin sem standa að Náttúrustofunni eru Ísafjarðarbær, Bolungavíkurkaupstaður, Vesturbyggð, Súðavíkurhreppur, Tálknafjörður og Strandabyggð.

Unnið er að viðbótarsamningi við ríkið til tveggja ára þar sem Náttúrustofan mun taka að sér verkefni á sviði umhverfisvöktunar í samstarfi við Náttúrustofnu Norðurlands eystra.

Smári Haraldsson, formaður stjórnar sagði í samtali við Bæjarins besta að nýi samningurinn væri í raun framhald af eldri samningi. Aðrir stjórnarmenn eru Sigríður Gísladóttir og Þórir Sveinsson.

DEILA