Minjastofnun gefur grænt ljós í Ingólfsfirði og Ófeigsfirði

Minjastofnun sendi Vesturverk ehf bréf í dag og gaf  grænt ljós á framkvæmdir við Ófeigsfjarðarveg. Segirí bréfi Minjastofnunar að hún sjái ekki ástæðu til að leggjast gegn framkvæmdinni. Leyfið gildir þó aðeins um kaflann frá Eyri í Ingólfsfirði að bæjarstæði Ófeigsfjarðar. beðið verði með framkvæmdir þaðan að Hvalá þar til fornleifaskráningu er lokið og Minjastonfun hefur fjallað um hana.

Birna Lárusdóttir, upplýsingarfulltrúi Vesturverks ehf segir að leyfið geri fyrirtækinu kleyft að stunda þær rannsóknir sem til stóð í sumar og að hafist verði handa nú þegar. Birna segir að Vesturverk ehf hafi átt gott samstarf við Minjastofnun um framgang málsins. Miðað er við að mestu leyti við lagfæringar á núverandi vegstæði og litlar breytingar á veglínu.

DEILA