Messa í Grunnavík

Krikjugestir í Staðarkirkju. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Í gær var messað í Staðarkirkju í Grunnavík. Sr. Magnús Erlingsson þjónaði fyrir altari og Kjartan Sigurjónsson var organisti og lék á ævagamalt fótstigið harmóníum. Bátsferð var frá Ísafirði með Ölveri ÍS og Grunnvíkingafélagið bauð upp á kaffi og veitingar að messu lokinni hjá Sigurrósu á Sútarabúðum.

Veður var ágætt og siglingin gekk vel. Komið var í Grunnavíkina á háfjöru og það fór ekki á milli mála af hverju víkin heitir Grunnavík. Engu að síður gekk vel að ferja fólk í land. Messan var vel sótt og um 30 manns áttu saman góða stund.

Í predikuninni lagði  sr Magnús út af hinni sígildri dæmisögu um tvo syni. Annar þeirra heimtaði föðurarfinn fyrir fram, fór og sólundaði honum, kom svo heim aftur og faðirinn tók  hann í sátt og fyrirgaf honum.

Sr. Magnús fyrir altari. Frelsarinn er á málverkinu settur inn í umhverfið í Staðardal.
DEILA