Markaðsdagur í glampandi sól

Sjálfur markaðsdagurinn í Bolungavík var í gær. Var slegið upp markaðstjöldum og voru margir sölubásar þar sem ýmiss konar varningur var boðinn til sölu. Voru þar prjónavörur, útskurður og matvörur svo nokkuð sé nefnt.

Þá voru ýmsir viðburðir, leiksýningar og barnaefni á svæðinu við Félagsheimilið.

Mikið fjölmenni var í góðviðrinu, glampandi sól og logn.

DEILA