Makríllinn: HB Grandi fær 14,5 milljarða króna verðmæti

Skip Samherja Vilhelm Þorsteinsson EA 11 fær mesta aflahlutdeild 7,3%. Mynd: svn.is

HB Grandi fær 14,5% af úthlutaðri aflahlutdeild í makríl sem Fiskistofa hefur gefið út eftir að lög um kvótasetningu makríls voru samþykkt á Alþingi í síðasta mánuði. Miðað við forsendur um þorskígildi milli þorsks og makríls og verðs á aflahlutdeild í þorski jafngildir það 14,5 milljörðum króna. Kvótasalar hafa bent á að verð á aflahlutdeild og aflamarki í makríl liggi ekki enn fyrir og það mun i líða nokkrar vikur áður en verðið fara að skýrast.

Samherji Ísland fær næstmesta hlutdeild eða 11,8% sem leggst þá á 11,8 milljarða króna miðað við ofangreindar forsendur. Síldarvinnslan Neskaupstað er í þriðja sæti með 9,8%, þá Vinnslustöðin vestmannaeyjum með 9,5%, Ísfélag Vestmanneyja 9,2%, Eskja Eskifirði fær 8,4%, Huginn ehf 6,4%, Skinney Þinganes 6,3%, Loðnuvinnslan Fáskrúðsfirði 4,4%, Gjögur ehf 4%, Runólfur Hallfreðsson ehf 3,1% og Útgerðarfélag Reykjavíkur 3%.

Aðeins tvö vestfirsk útgerðarfélög fá aflahlutdeild úthlutað í makríl. Það eru Gunnvör hf sem fær 0,70% og Jakob Valgeir ehf 0,004%.

 

 

DEILA