Línuívilnun minnkar um 29%

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um línuívilnun fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.  Veiða má 3.445 tonn upp úr sjó samkvæmt henni en á síðasta fiskveiðiári var magnið 4.855 tonn. Minnkunin er 1.410 tonn eða 29%. Segir í frétt á heimasíðu ráðuneytisins að  lækkun magns í línuívilnun taki mið af nýtingu línuívilnunar á þessu fiskveiðiári.

Skiptingin milli einstakra fisktegunda er þannig að línuívilnunin í þorski takmarkast við 2.000 tonn,  850 tonn af ýsu, 500 tonn af steinbít, 60 tonn af löngu, 15 tonn af keilu og 20 tonn af gullkarfa.

DEILA