Leki kom á bát norður af Hornströndum

Gísli Jóns í Ísafjarðarhöfn.

Á áttunda tímanum í morgun voru björgunarskipin á Ísafirði og Bolungarvík kölluð út vegna báts í vanda 3 sjómílum norður af Kögri á Hornströndum. Leki hafði komið að bátum, Blíðfara ÍS,  í morgun vegna bilunar og þurfti að koma dælum um borð í hann.

 Björgunarskipið Kobbi Láka var komið að bátnum um 40 mínútum eftir að útkallið barst með dælur og hófu að dæla sjó úr bátnum. Það gekk nokkuð vel og tókst að halda í við lekann. Stuttu síðar kom björgunarskipið Gísli Jóns á vettvang með fleiri dælur og þegar búið var að dæla vel af sjó úr bátnum var hann tekin í tog. Gísli Jóns er kominn með bátinn til hafnar í Bolungarvíkur í fylgt Kobba Láka.

Engin slys urðu á fólki.

DEILA